Börn & unglingar

Metnaðarfullt barna- og unglingastarf, ætlað aldurshópnum 6-18 ára, er rekið allt árið hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Starfið hefur alið af sér kylfinga sem eru meðal þeirra fremstu og hefur skilað klúbbnum glæsilegum sigrum í öllum flokkum.

Barna- og unglingastarf klúbbsins fer fram undir handleiðslu vel menntaðra PGA golfkennara sem leggja metnað sinn í að kynna allar hliðar golfíþróttarinnar fyrir ungmennum. Mikið er lagt upp úr því að auka færni og hjálpa þeim að mótast sem kylfingar og einstaklingar í heilbrigðu umhverfi.

Við tökum vel á móti nýjum iðkendum og bjóðum þá hjartanlega velkomna í hópinn. Öllum er velkomið að koma og prufa æfingar hjá okkur. Við vonumst til að sem flestir finni sig vel í starfinu og hafi gaman af því að stunda golfæfingar í góðra vina hópi.

Hægt er að er ráðstafa frístundarstyrk sveitarfélaga upp í æfingagjöld hjá klúbbnum.


Æfingagjöld

Golfklúbbur Reykjavíkur býður upp á þrjár mismunandi skráningarleiðir barna og unglinga í klúbbinn og er hægt að nýta frístundastyrk sveitafélaganna til ráðstöfunar æfingagjalda. Eftirfarandi leiðir eru í boði:

Heilsársæfingar, kr. 44.000
Sumar- og vetraræfingar frá jan-des (3-5 æfingar í viku)
Aðgangur að völlum GR
Spil undir merkjum GR
Mótaraðir
Meistaramót
Æfingaferð erlendis
Líkamsþjálfun
Hugarþjálfun
Fyrirlestrar
Aðrir viðburðir

Hálfsársæfingar, kr. 25.500
Æfingar frá 1. júní - 30. október (2-3 æfingar á viku)
Takmarkaður aðgangur að völlum GR (fyrir kl. 14:00 á virkum/eftir kl. 14:00 um helgar)
Spil undir merkjum GR
Mótaraðir
Meistaramót
Aðrir viðburðir

Sumaræfingar, kr. 16.200
Sumaræfingar frá 1. júní - 15. september (1x opin hópæfing í viku)
Takmarkaður aðgangur að völlum GR (fyrir kl. 14:00 á virkum/eftir kl. 14:00 um helgar)
Spil undir merkjum GR
Mótaraðir
Meistaramót
Aðrir viðburðir

Skráning

Skráning og greiðsla fer fram í gegnum Nora kerfið á https://grgolf.felog.is/

Frekari upplýsingar um barna- og unglingastarf er hægt að nálgast hjá Inga Rúnari, íþróttastjóra eða á skrifstofu í síma 585-0200.

Fréttir úr barna og unglingastarfi

Jóga fyrir golfara - ný námskeið að hefjast

Jóga fyrir golfara - ný námskeið að hefjast

Ný námskeið í jóga fyrir golfara hefjast 8.janúar. Tímarnir verða á þriðjudögum og fimmtudögum. Kenndir verða tímar i WorldClass Breiðholti kl 18.30-19:30 og tímar i Hreyfingu kl 20:15-21.15.  Bæði námskeiðin eru kennd í hlýjum sal eða um 30 gráður.

Nánar