Um Holukeppni

Holukeppni GR var haldin í fyrsta sinn sumarið 2017 og er ætluð karl- og kvenkylfingum klúbbsins, 19 ára og eldri. Keppni hefst með 18 holu forkeppni sem stendur í heila viku. Forkeppnin er punktakeppni Stableford með fullri forgjöf, hæst gefin forgjöf 28 hjá konum og 24 hjá körlum. Að forkeppni lokinni er dregið um leikröð milli þeirra sem komast áfram í holukeppni, eftir að dregið hefur verið í fyrstu umferð raðast sjálfkrafa í umferðirnar sem á eftir koma.

Holukeppnin er leikin með forgjöf sem fer þannig fram að mismunur á leikforgjöf keppenda raðast á 18 holur samkvæmt erfiðleikastuðli forgjafar eins og fram kemur á skorkorti. Keppendur taka leikforgjöf samkvæmt forgjafartöflu

Keppnin stendur yfir allt sumarið og lýkur með lokahófi eftir að tveir síðustu hafa mæst á vellinum.

Styrktaraðili

Bílaumboðið Askja er styrktaraðili holukeppni og hefur mótaröðin því hlotið nafnið Mercedes-Benz bikarinn - Holukeppni GR. Í lok sumars er öllum þátttakendum boðið til lokahófs þar sem verðlaunaafhending fer fram. Sá eða sú sem stendur uppi sem sigurvegari sumarsins hlýtur að verðlaunum afnot af Mercedes-Benz bifreið í heila viku ásamt árgjaldi í Golfklúbb Reykjavíkur fyrir næsta ár. 

Bílaumboðið Askja er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz og Kia. Markmið fyrirtækisins er að vera í fararbroddi hvað varðar þjónustu til viðskipavina og markaðssetningu þeirrar vöru sem fyrirtækið selur og þjónustar.

Mótstjóri

Atli Þór Þorvaldsson er mótstjóri holukeppni og er með síma 894-2811.

holukeppni@grgolf.is

Keppnis-
skilmálar

Fréttir úr holukeppni GR

frétt

frétt

Vorferð GR kvenna var farin á laugardag - frábær þátttaka

Vorferð GR kvenna var farin á laugardag - frábær þátttaka