Um Liðakeppni

Liðakeppni er keppni þar sem vinir eða golfhópar setja saman lið og keppa sín á milli. Hvert lið er skipað 8-10 leikmönnum. Liðakeppni þessi hófst sumarið 2016 og hefur mælst vel fyrir. Keppnin hefur verið útsláttarkeppni en í ár verður keppt í fjögurra liða riðlum og útsláttarkeppni eftir það. Leikið er með fullri forgjöf og er öllum félögum, 19 ára og eldri, heimilt að taka þátt.

Styrktaraðili

Eimskip er styrktaraðili og hefur verið það frá því að keppnin hófst árið 2016 og er keppt er um Eimskipsbikarinn í liðakeppni GR. 

Eimskip er leiðandi flutningafyrirtæki á Norður-Atlantshafi með tengingar við alþjóðlega markaði og sérhæfingu í flutningsmiðlun um allan heim, með þá framtíðarsýn að vera framúrskarandi í flutningalausnum og þjónustu.

Mótstjóri

Atli Þór Þorvaldsson er mótstjóri liðakeppni og er með síma 894-2811.

lidakeppni@grgolf.is

Keppnis-
skilmálar

Fréttir úr liðakeppni

frétt

frétt

Vorferð GR kvenna var farin á laugardag - frábær þátttaka

Vorferð GR kvenna var farin á laugardag - frábær þátttaka