Nú fer óðum að styttast í golfsumarið 2017 og ekki seinna vænna en að huga að sveiflunni fyrir komandi sumar. Arnar Snær, PGA golfkennari, ætlar að bjóða upp á golfkennslu fyrir kylfinga í hádeginu.
Námskeiðin eru þannig uppbyggð að boðið er upp á fimm hádegistíma milli kl. 12:00 og 13:00, þar sem farið er yfir grunnatriðin í púttum, vippum og golfsveiflunni. Einnig verður farið yfir það hvernig best er að æfa þessa þætti markvisst.
Þrír fyrstu tímarnir verða haldnir í inniaðstöðu GR á Korpúlfsstöðum þar sem farið er yfir stutta spilið. Síðustu tveir tímarnir verða haldnir í Básum þar sem sveiflan verður fínpússuð.
Kennari er Arnar Snær Hákonarson og hámarks fjöldi í hóp er 6 manns
Lágmarks fjöldi í hvern hóp er 3 manns. Annars fellur tíminn niður eða reynt að sameina
Námskeiðið kostar 12.000 kr. *boltar ekki innifaldir í verði. Námskeiðin eru opið öllum.
Námskeið verða haldin á eftirfarandi dagsetningum:
Námskeið 1 - Mánudagar: 20. feb, 27. feb, 6. mars, 13. mars og 20. mars
Námskeið 2 - Þriðjudagar: 21. feb, 28. feb, 7. mars, 14. mars og 21. mars
Námskeið 3 - Miðvikudagur: 22. feb, 1. mars, 8. mars, 15. mars og 22. mars
Skráning fer fram hjá Arnari Snæ á netfangið arnarsn@grgolf.is