Forkeppni Mercedes-Benz bikarsins er nú lokið en hún hefur staðið yfir frá laugardeginum 13. maí. Leikið var á báðum völlum klúbbsins og var þátttakan með eindæmum góð. Nú er svo komið að 128 kylfingar hafa tryggt sér þátttökurétt í holukeppninni sjálfri sem leikin er með útsláttarfyrirkomulagi. Í meðfylgjandi frétt eru upplýsingar um hverjir spila á móti hverjum í 128 manna úrslitum og jafnframt er birt tafla þar sem hægt er að lesa út hverjir geta mæst í framhaldinu.
Þeir keppendur sem komnir eru áfram þurfa að hafa samband símleiðis sín á milli til þess að ákveða keppnisdag. Nafnalisti og símamúmer fylgja þessari frétt, auk þess sem keppendur fá sendan tölvupóst með sömu upplýsingum.
Keppendur koma sér saman um á hvaða velli er spilað. Heimilt er leika á Grafarholtsvelli og Korpúlfsstaðavelli og vinavöllum GR.
Ljúka þarf 128 manna úrslitum ekki síðar en föstudaginn 16. júní.
Að leik loknum þarf að tilkynna úrslit á netfangið holukeppni@grgolf.is.
Þar þarf að koma fram eftirfarandi:
· Nr. Leiks
· Nöfn keppenda
· Nafn sigurvegara
Keppendur geta kynnt sér keppnisskilmála sem er birtir hér í viðhengi.
Með golfkveðju,
Nefndin