Annað púttkvöld kvenna var haldið í vikunni - metþátttaka

Annað púttkvöld kvenna var haldið í vikunni - metþátttaka

Það var fullt út að dyrum og rúmlega það á öðru púttkvöldi GR kvenna í vikunni enda metþátttaka, um 160 konur létu sjá sig og nutu samveru hvor annarrar á púttvellinum.

Frábært kvöld og flott skor þar sem sex konur voru jafnar í fyrsta sæti á 27 höggum. Þetta voru þær Sjöfn S, Steinunn Sæm og Kristín Guðmunds, Magdalena, Sigfríð Þormar og Bryndís Jóns. Fjöldinn allur raðaði sér í humátt á eftir þeim svo óhætt er að segja að GR konur eru komnar sterkar inn í púttunum fyrir sumarið.

Eftir mikla útreikninga fram og til baka til að finna út sigurvegara kvöldsins kom í ljós að það er Sigfríð sem bar sigur úr býtum, á betra skori en allar hinar á seinni 9, 13 höggum. Sigfríð getur því vitjað vinnings síns hjá okkur nefndarkonum í næstu viku.

En að stöðunni í mótinu sjálfu. Skjótt skipast veður á toppnum. Sjöfn S Sveinsdóttir skaust upp í fyrsta sætið með frábærum hring og leiðir nú með eins högga mun á næstu konur.

Allt getur gerst. Við eigum sex kvöld eftir og því nægur tími til að núlla út slæmu hringina og gera betur.

Sjáumst kátar í næstu viku!

Kær kveðja,
Kvennanefndin

ps. viljið þið vinsamlega skrifa nöfnin ykkar skýrt á skorkortin, það flýtir svo óskaplega mikið fyrir :)

Til baka í yfirlit