Annar vinavöllur okkar GR-inga fyrir sumarið 2017 kynntur

Annar vinavöllur okkar GR-inga fyrir sumarið 2017 kynntur

Síðasta föstudag kynntum við fyrir ykkur fyrsta vinavöll GR fyrir komandi tímabil, 2017. Nú er aftur kominn föstudagur og því tilefni til að kynna félagsmönnum vinavöll númer tvö í röðinni – Hamarsvöll hjá Golfklúbbi Borgarness.

Þetta er annað sumarið í röð sem klúbbarnir tveir fara í samstarf en Hamarsvöllur var vel nýttur af félagsmönnum okkar á golftímabilinu 2016. Sömu reglur gilda á Hamarsvelli og gerðu síðasta sumar, félagsmenn GR greiða kr. 1.800 fyrir leik á vellinum og skiptir þá ekki máli hvort leiknar séu 9 eða 18 holur. Áður en leikur hefst skulu félagar GR framvísa félagsskírteini sínu og greiða vallargjald í afgreiðslu.

Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum, sem gert hafa sérstaka samninga um afslætti af vallargjöldum, eins og t.d fyrirtækjamót.

Útbúinn verður bókunarlinkur á síðu GR á www.golf.is undir rástímar – vellir.

Heimasíða Golfklúbbs Borgarness

Hér má sjá loftmyndir af Hamarsvelli

Með góðri kveðju,
Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit