Ástráður Sigurðsson er einn af þeim golfkennurum sem bjóða upp á golfkennslu fyrir kylfinga í Básum. Ástráður byrjaði að spila golf 10 ára gamall og er uppalinn í Golfklúbbi Reykjavíkur. Hann spilaði mikið fyrir GR í unglingaflokki, meðal annars með landsliði Íslands í Evrópumótinu árið 1990 og var í sigursveit GR drengja í fyrstu sveitakeppninni árið 1987. Ástráður hefur víðtæka reynslu af golfkennslu og hefur kennt allt frá byrjendum til atvinnukylfinga. Ástráður var við golfkennslu í Svíþjóð í rúman áratug, þar kenndi hann við einn stærsta golfklúbb vesturstrandarinnar – Kungsbacka GK.
Ástráður býður upp á golfkennslu í Básum fyrir meðlimi GR og aðra kylfinga.
Hægt er að bóka kennslu hjá Ástráði í gegnum netfangið astradur.sigurdsson@gmail.com eða í síma 844-3750.