Bændaglímu GR 2017 frestað um viku vegna slæmrar veðurspár

Bændaglímu GR 2017 frestað um viku vegna slæmrar veðurspár

Samkvæmt Veðurstofu Íslands mun spá helgarinnar standa og hefur af þeim ástæðum Bændaglímu GR 2017, sem fara átti fram laugardaginn 23. september, hefur verið frestað um viku. Golfklúbburinn hafði samband við veðurfræðing hjá Veðurstofu Íslands og þykir ljóst að gangi veðurspáin eftir er kylfingum hollara að halda sig heima. Eins og staðan er á Korpu í dag þá er völlurinn nær því að vera óleikhæfur vegna bleytu og er spáð áframhaldandi úrkomu og vindi næstu daga.

Bændaglímunni verður frestað um viku eða til laugardagsins 30. september og vonum við að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir í það skiptið.

Allir þeir sem eru skráðir þurfa að skrá sig að nýju
Skráning fyrir Bændaglímu GR sem haldin verður þann 30. september eins og fyrr segir hefst að nýju þriðjudaginn 26. september kl.12:00. Allir þeir góðu félagsmenn sem nú þegar eru skráðir þurfa að skrá sig að nýju.

Starfsfólk GR

Til baka í yfirlit