Á morgun hefst fyrsta risamót ársins, Masters, sem leikið er á Augusta National vellinum í Washington. Keppni helgarinnar er spennandi og eins og flestir kylfingar hafa orðið varir við mun Tiger Woods mæta aftur til leiks en hann hefur átt góðan leik á undanförnum mótum eftir bakaðgerð. Tiger hefur fjórum sinnum unnið Masters, árin 1997, 2001, 2002 og 2005.
Á laugardag og sunnudag ætlum við að hafa klúbbhúsið á Korpu opið með beinni útsendingu frá mótinu, útsending hefst á laugardag kl. 19:00 og á sunnudag kl. 18:00. Hörður verður verður á staðnum og verður hægt að fá pizzu og kaldan á krana fyrir sanngjarnt verð. Tilvalið fyrir félagsmenn að hittast og fylgjast með stórmeisturum leika.
Golflúbbur Reykjavíkur