Berglind Björnsdóttir sigraðri á Egils Gull móti Eimskipamótaraðarinnar sem leikið var á Hólmsvelli í Leiru um helgina. Þrír hringir voru leiknir og lék hún þá samtals á +6, Berglind var þremur höggum betri en Ragnhildur Kristinsdóttir en Ragnhildur var stigameistari Eimskipamótaraðarinnar á síðasta ári, í þriðja sæti var Saga Traustadóttir. Krefjandi aðstæður voru á Leirunni þegar lokahringurinn var leikinn í gær, þar sem vindur var þó nokkur. Við óskum Berglindi til hamingju með árangur helgarinnar.
Í karlaflokki sigraði Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG og Ragnar Már Garðarsson úr GKG varð í öðru sæti. Þriðja til fjórða sætinu deildu GR-ingarnir Dagbjartur Sigbrandsson og Ingvar Andri Magnússon en þeir léku hringi helgarinnar samtals á -1.
Frábær árangur hjá okkar fólki!
Hér má sjá úrslit helgarinnar:
1. Berglind Björnsdóttir, GR (77-71-74) 222 högg (+6)
2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (71-78-76) 225 högg (+9)
3. Saga Traustadóttir, GR (77 -78-75) 230 högg (+14)
4. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK (75-79-79) 233 högg (+17)
5. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (77-78-81) 236 högg (+20)
6. Heiða Guðnadóttir, GM (79-80-78) 237 högg (+21)
1. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (73-67-71) 211 högg (-5)
2. Ragnar Már Garðarsson, GKG (73-68-73) 214 högg (-2)
3.- 4. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR (69-74-72) 215 högg (-1)
3.- 4. Ingvar Andri Magnússon, GR (71-70-74) 215 högg (-1)
5. Aron Snær Júlíusson, GKG (73-69-74) 216 högg par
6.-8. Stefán Már Stefánsson, GR (70-75-73) 218 högg (+2)
6.-8. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (75-70-73) 218 högg (+2)
6.-8. Theodór Emil Karlsson, GM (71-73-74) 218 högg (+2)
9. Andri Már Óskarsson, GHR (73-75-71) 219 högg (+3)