Blíðan lék við þátttakendur í Bændaglímu

Blíðan lék við þátttakendur í Bændaglímu

Bændaglíma GR 2017 var leikin á Grafarholtsvelli á laugardag og lék blíðan heldur betur við þátttakendur. Fullt var í mótið og var stemmningin góð frá upphafi til enda, gaman var að sjá hvað margir tóku þátt í þema dagsins sem var „Villta vestrið“. Það mátti sjá kylfinga með kúrekahatta og tóbaksklúta um víðan völl en eitt holl stóð þó upp úr hvað metnað í búningana varðar og voru þau verðlaunuð fyrir þann metnað.

Efstu þrjú liðin eftir daginn léku hringinn öll á 61 höggi en það var sigurliðið var skipað þeim Halldóri Þ. Oddssyni, Jónasi Gunnarssyni, Guðmundi B. Harðarsyni og Rut Hreinsdóttir sem voru á 56 nettó. Liðið átti stórskemmtilegan leik og spiluðu 11 fugla þar af 7 á fyrri 9 og ekki munaði miklu að einn liðsmaðurinn færi holu í höggi á 6. brautinni. Liðið í öðru sæti kláraði hringinn á 57 nettó og að lokum var það þriðja sætið sem lauk leik á 58 nettó. Óskum við sigurvegurum öllum til lukku með árangurinn!

Um leið og við þökkum félagsmönnum fyrir þátttökuna á laugardag viljum við þakka kærlega fyrir golftímabilið 2017 og hlökkum til að sjá ykkur í vetrarstarfi klúbbsins.

Stjórn og starfsfólk Golfklúbbs Reykjavíkur

Til baka í yfirlit