ECCO Púttmótaröðin, 2. umferð - lið 7 með besta skor kvöldsins

ECCO Púttmótaröðin, 2. umferð - lið 7 með besta skor kvöldsins

Besta skor kvöldsins átti Gísli H. Guðmundsson í liði 4, aðeins 53 högg. En það var ekki allt, því lið 7, aðra vikuna í röð með besta skorið, og er það einhverskonar met að ég hygg, 106 högg, og hefur þar með tekið örugga forystu í liðakeppninni. En eins og reyndir menn vita er þetta aðeins rétt að byrja.

Nýtt! Golfklúbburinn í Holtagörðum gefur í hverri viku liði vikunnar 6000 kr. gjafabréf í golfhermi. Reglurnar eru þær að ekkert lið vinnur þessi verðlaun tvisvar og er það í höndum umsjónarmanns að draga út lið í viku hverri. Það er ljóst að ekki verður gengið framhjá liði 7 og er það lið annarrar umferðar. Dregið var úr skorkortum 1. umferðar og uppúr hattinum kom lið nr. 37. Til hamingju með það.

Úrslitin, sem fylgja alltaf þessum pistlum mínum, eru í Excel-skjali og til að opna það verður að smella á „Enable Macros“ og þá á skjalið að opnast. Hins vegar hefur sumum gengið misvel að opna skjalið og hef ég því ákveðið að vista það einnig sem pdf og þá ættu allir að geta vel við unað.

Eins og menn hafa kannski tekið eftir er Skúli mættur með sína þjónustu fyrir þátttakendur þar sem hann býður uppá allskyns þjónustu, td. skipta um grip á pútterum jafnt sem heilum settum, merkir golfbolta og margt fleira. Endilega kynnið ykkur það.

Svo er annað
Nú þegar er orðin 10% rýrnun á bjórsölunni og álagningin þolir það ekki til
lengdar. Ef þið eruð ekki með pening fyrir bjórnum þá er bara að skrifa nafnið sitt á miða og úttektina og borga næst eða þar næst. Þá er ég hress.

Mótsgjaldið
Munið að taka 5 þúsund kallinn með þeir sem eiga eftir að greiða.

Annars bara kátur.

Hér að neðan er staða liða og einstaklinga eftir 2. umferð.

Bestu kveðjur,
Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is

02 - Mótaröð karla 2018.pdf

02 - Mótaröð karla 2018.xlsm

Til baka í yfirlit