ECCO-púttmótaröðin hefst á Korpu 26. janúar

ECCO-púttmótaröðin hefst á Korpu 26. janúar

Ecco-púttmótaröðin mun hefjast fimmtudagskvöldið 26. janúar og stendur yfir í 10 vikur.

Lokakvöldið að þessu sinni verður föstudagskvöldið 31. mars.

Skráning
Til að flýta fyrir allri skráningu væri gott að fá tölvupóst frá þeim sem ætla að vera með.
Hvort sem lið halda sér frá því í fyrra eða hafa eitthvað breyst milli ára. Eins ef menn eru ekki komnir í lið þá er hægt að finna út úr því áður en leikur hefst osfrv.

Sem sagt gott væri að fá þátttökutilkynningar og eins miklar upplýsingar eins og hægt er á netfangið leturval@litrof.is eða í síma 898 3795 áður en keppni hefst.

Sex bestu umferðirnar af tíu telja.
Mótið verður með sama sniði og undanfarin ár. Leiknir eru 2 hringir á hverju kvöldi, eða 36 holur.

Einstaklingskeppni:
Keppt verður um púttmeistara klúbbsins og skilar hver leikmaður 36 holu skori hvert kvöld.

Liðakeppni:
Þrír leikmenn skipa hvert lið og spila allir 2x18 holur. Liðið skilar svo inn einu skori sem samanstendur af bestu fjórum 18 holu hringjunum af sex.

Einnig er hægt að hafa 4 í liði ef það hentar betur, en hvert kvöld telja einungis 3 leikmenn, og skal það upplýst hverjir telja sem lið, það og það kvöldið, áður en leikur hefst. Athugið að sá sem ekki telur skilar samt sínu skori fyrir einstaklings-keppnina.

Mótsgjaldið er kr. 5000, sem leikmenn greiða fyrsta kvöldið í reiðufé.

Lokakvöldið verður föstudagskvöldið 31. mars, eins og áður segir og verður verðlaunaafhending að loknu móti. Nánari útfærsla á lokakvöldinu verður kynnt síðar.

Annars verður þetta allt með sama hætti og í fyrra; lítill bjór verður seldur á 500 kall en boðið verður uppá kaffi.

Munið að mæta með lausafé því ekki er hægt að greiða veitingar með korti.

Ef eitthvað er óljóst þá er bara að hringja í 898 3795 eða senda tölvupóst.

Svo höfum við bara gaman af þessu öllu saman.

Kveðja
Halldór B. Kristjánsson
leturval@litrof.is

Til baka í yfirlit