ECCO púttmótaröðin hefst næsta fimmtudag

ECCO púttmótaröðin hefst næsta fimmtudag

ECCO - púttmótaröð karla hefst að nýju næsta fimmtudag, 26. janúar. Sú nýjung verður að þessu sinni að veitt verða nett verðlaun fyrir besta skor hverrar umferðar.

Skúli Magnússon, okkar albesti ræsir, mun mæta með úrval gripa fyrir pútterinn og skiptir um grip sé þess óskað, fyrir mjög sanngjarnt verð.

Skráning:
Til að flýta fyrir skráningu væri gott að fá tölvupóst frá þeim sem ætla að vera með. Hvort sem lið verða eins skipuð og í fyrra eða einhverjar breytingar verða á liðsskipan. Eins ef menn eru ekki komnir í lið þá er hægt að finna út úr því áður en leikur hefst o.s.frv.

Sem sagt gott að fá þátttökutilkynningar og eins miklar upplýsingar og hægt er á netfangið leturval@litrof.is eða í síma 898-3795.

Vinsamlegast hafið seðla meðferðis fyrir mótsgjaldinu - posi verður ekki á staðnum.

Annars eru allar nauðsynlegar upplýsingar að finna í eldri frétt um púttmótið á vefsíðu GR. Ef eitthvað er óljóst þá er velkomið að hringja í Halldór í síma 898-3795 eða senda tölvupóst á ofangreint netfang.

Og að lokum þá höfum við bara gaman að þessu öllu saman!

Kveðja,
Halldór B. Kristjánsson
leturval@litrof.is

Til baka í yfirlit