Sjöunda umferð ECCO-púttmótaraðarinnar var leikin í gær og er Karl Ómar með þægilega forystu í einstaklingskeppninni en í liðakeppninni er baráttan harðari sýnist mér en þetta er þó engan veginn búið.
Besta skor kvöldsins og verðlaunahafi þessarar viku er Sigurjón Þ. Sigurjónsson sem lék á 53 höggum, góður árangur það.
Verðlaun
Nokkrir félagar hafa boðið fram verðlaun fyrir lokakvöldið og er það æðislegt. Ef einhverjir fleiri eru í þeirri aðstöðu að geta gaukað að mér einhverjum verðlaunum þá er það vel þegið og gerir það að verkum að fleiri fái einhvern glaðning en ella. Ég er þó ekki að grenja neitt í ykkur, bara ef þetta liggur vel við höggi.
Úrslitin, sem fylgja alltaf þessum pistlum mínum, eru í Excel-skjali og til að opna það verður að smella á „Enable Macros“ og þá á skjalið að opnast.
Erum við þá ekki bara kátir?
Hér að neðan er staða liða og einstaklinga eftir 7. umferð.
Bestu kveðjur,
Halldór B. Kristjánsson
s: 898 3795
leturval@litrof.is