Verðlaunahafi annarrar umferðar er hinn eldhressi Jóhannes Bjarnason sem lék best allra á 55 höggum.
Úrslitin, sem fylgja alltaf þessum pistlum mínum, eru í Excel-skjali og til að opna það verður að smella á „Enable Macros“ og þá á skjalið að opnast. Læt úrslit líka fylgja í .pdf skjali.
Týndur pútter
Sá undarlegi atburður átti sér stað að Ping Anzer með hvítu, bláu og gráu gripi, hvarf sporlaust, svo ekki sé meira sagt. Sá sem tók hann er vinsamlega beðinn um að láta umsjónarmann vita sem allra fyrst af mistökunum.
Skorkortin
En þá er það alvaran. Það þarf að vanda sig er fylla á út skorkortin. Flest skorkortin eru til fyrirmyndar en svo koma nokkur sem ekki eru alveg að gera sig.
Regla nr. 1 að merkja nr. liðs á skorkortið og nöfn leikmanna eða skammstöfun skýrum stöfum. En þetta lögum við allt í næstu umferð.
Gamla tuggan
Svo gerum við það núna að fastri reglu að þegar skorkort er sótt að láta umsjónar-mann vita hver telur ekki það kvöldið og hringinn góða utan um nafnið.
Mótsgjaldið
Munið að taka 5 þúsund kallinn með þeir sem eiga eftir að greiða.
Annars bara kátur.
Hér að neðan er staða liða og einstaklinga eftir 2. umferð.
Bestu kveðjur,
Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is