ECCO púttmótaröðin - staðan eftir 5. umferð

ECCO púttmótaröðin - staðan eftir 5. umferð

Þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður gekk þetta bara vel í gær. En mikið var fyrir því haftJ.

Jafnir með besta skor kvöldsins voru þeir Karl Ómar Jónsson og Guðmundur Björnsson báðir á 54 slögum. Verðlaunin hlýtur Guðmundur eftir hlutkesti og óskum honum til hamingju með þau.

Frestun
Vegna framkvæmda í klúbbhúsinu dettur púttið niður næsta fimmtudag og heldur svo púttmótaröðin áfram 9. mars eins og ekkert hafi í skorist og lýkur henni ekki 31. mars eins og ráð var fyrir gert heldur föstudaginn 7. apríl.

Ég bið þá afsökunar sem stóluðu að þetta stæðist allt saman og pöntuðu sína utanlandsferð strax í byrjun apríl sem ég veit að eru nokkrir.

Góðu fréttirnar
Þátttakendur geta engu að síður komið næsta fimmtudag og æft sig fyrir endasprettinn á púttmótaröðinni og verður salurinn opinn til 21.
Úrslitin, sem fylgja alltaf þessum pistlum mínum, eru í Excel-skjali og til að opna það verður að smella á „Enable Macros“ og þá á skjalið að opnast.

Erum við þá ekki bara kátir?

Hér að neðan er staða liða og einstaklinga eftir 5. umferð.

Bestu kveðjur,
Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is

Til baka í yfirlit