ECCO- púttmótaröðin – Staðan eftir 6. umferð

ECCO- púttmótaröðin – Staðan eftir 6. umferð

Jæja drengir, nú verða allir að spila betur en áður til að geta hent út „slæmu“ hringjunum. Þetta er engan veginn orðið ljóst ennþá svo það er bara eitt í stöðinni – að berjast sem aldrei fyrr.

Jafnir með besta skor gærkvöldsins voru þeir Elliði Norðdahl Ólafsson, sem átti sinn langbesta hring og Gísli Þór Þórðarson, þekktur sem einn af afrekskylfingum klúbbsins. Gísli hefur aðeins mætt í fjögur skipti og ef farið er í meðaltalið er hann í þriðja sæti einstaklinga. Eftir hlutkesti er það Elliði sem hlýtur verðlaunin fyrir besta skor umferðarinnar. Til hamingju með það Elliði

Ég fékk í hendurnar í gær nokkur skorkort sem ég átti erfitt með að botna í en held að ég hafi logið mig út úr þessu, ef ekki kemur það bara í ljós síðar. Sem sagt; menn verða að skila skorkortinu þannig að fleiri en þeir sjálfir skilji það.

Úrslitin, sem fylgja alltaf þessum pistlum mínum, eru í Excel-skjali og til að opna það verður að smella á „Enable Macros“ og þá á skjalið að opnast.

Sem minnir mig á það að Atli Þór Þorvaldsson, excel-sérfræðingur, á allan heiður af excel-skjalinu sem fylgir þessum pistlum mínum og vil ég þakka honum sérstaklega fyrir góða þjónustu. Bara ef ég skyldi gleyma því í lokapistlinum.

Eitt að lokum; gott væri að grynnka á miðunum í bjórkassanum, hafið það í huga félagar.

Hér að neðan er staða liða og einstaklinga eftir 6. umferð.
Erum við þá ekki bara kátir?


Bestu kveðjur,

Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is

Til baka í yfirlit