Jóhann Sigurðsson var maður 6. umferðar og lék á 52 sem þykir býsna gott en endasprett kvöldsins átti Sigurður Ólsen og lék síðustu 9 holurnar í seinni hring á 9 undir, það er soldið skemmtilegt.
En að sjálfri keppninni; múrarameistarinn Jón Þór er kominn með örugga forystu í einstaklingskeppninni og lið hans nr. 13 virkar mjög sigurstranglegt í liðakeppninni þó liðið sitji í öðru sæti þessa stundina þá á það góðar tölur til að henda út í næstu umferð. En auðvitað getur allt gerst og ekkert öruggt ennþá.
Lið nr. 41 er lið vikunar að þessu sinni og eiga þeir 6000 kr. upp í hermi hjá Golfklúbbnum í Holtagörðum – til hamingju með það piltar.
Annars bara kátur.
Hér að neðan er staða liða og einstaklinga eftir 6. umferð.
Bestu kveðjur,
Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is