Eimskipsmótaröðin: Félagsmenn GR fá 50% afslátt af vallargjöldum dagana 18. - 20. ágúst

Eimskipsmótaröðin: Félagsmenn GR fá 50% afslátt af vallargjöldum dagana 18. - 20. ágúst

Um helgina mun lokaumferð í Eimskipsmótaröðinni, Securitasmótið þar sem keppt er um GR bikarinn, fara fram á Grafarholtsvelli. Það leiðir af sér að aðgangur fyrir félagsmenn GR verður takmarkaður á keppnisdögunum, 18. – 20. ágúst.

Af þessum ástæðum verður 50% afsláttur af vallargjaldi veittur til félagsmanna GR á öllum völlum sem eru innan vébanda GSÍ þessa daga.

Kveðja,
Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit