Eimskipsmótaröðin: keppt verður um GR bikarinn á Securtiasmótinu um helgina

Eimskipsmótaröðin: keppt verður um GR bikarinn á Securtiasmótinu um helgina

Securitasmótið á Eimskipsmótaröðinni hefst á föstudag og stendur fram á sunnudag á Grafarholtsvelli. Keppt verður um GR-bikarinn á mótinu og er það í annað sinn í sögunni. Mótið er lokamót Eimskipsmótaraðarinnar á tímabilinu 2016-2017. Aðeins stigahæstu kylfingar Eimskipsmótaraðarinnar á tímabilinu komast inn á þetta mót.

Vikar Jónasson úr Keili stendur best að vígi fyrir Securitasmótið á stigalistanum í karlaflokki. Hann er efstur og í kvennaflokki er Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR efst. Vikar er með 4.000 stig í efsta sæti en Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG er í öðru sæti með 3.600 stig. Ragnhildur Kristinsdóttir er einnig með 4.000 stig í efsta sæti og á eftir henni kemur Berglind Björnsdóttir, einnig úr GR, með 3.600 stig.

Ragnhildur varð stigameistari á Eimskipsmótaröðinni á tímabilinu 2015-2016 og Axel Bóasson úr Keili varð efstur í karlaflokki.

Stigalistann á Eimskipsmótaröðinni má nálgast hér. Á þessum lista er búið að endurraða á stigalistanum til þess að gera keppnina á lokamótinu enn meira spennandi.

Útlit er fyrir frábæra keppni um helgina en atvinnukylfingarnir Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR verða einnig á meðal keppenda. Mótið hefst á föstudag og ráðast úrslitin á sunnudaginn, að þremur hringjum loknum.

Rástímar fyrir fyrsta keppnisdaginn og má sjá uppröðun þeirra á golf.is

Til baka í yfirlit