Eimskipsmótaröðin: Valdís Þóra og Axel Íslandsmeistarar í golfi 2017

Eimskipsmótaröðin: Valdís Þóra og Axel Íslandsmeistarar í golfi 2017

Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL og Axel Bóasson úr GK fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í golfi í dag á Hvaleyrarvelli á Eimskipsmótaröðinni.

Þetta er annar titill Axels en hann sigraði árið 2011. Hann hafði betur gegn Haraldi Franklín Magnús (GR) í þriggja holu umspili um sigurinn.

Valdís Þóra fagnaði sínum þriðja Íslandsmeistaratitli en hún sigraði árið 2009 og 2012.

Lokakeppnsidagurinn var gríðarlega spennandi þar sem Axel Bóasson var með þriggja högga forskot á Harald fyrir lokaholuna. Axel fékk skramba og Haraldur fékk fugl og jafnað þar með við Axel.

Í þriggja holu umspil var Axel með tveggja högga forskot eftir tvær fyrstu holurnar og hann tryggði sér sigurinn með öruggu pari.

Valdís tryggði sér sigurinn með tveimur fuglum á þremur síðustu holunum. Hún sigraði með tveggja högga mun en Guðrún Brá varð önnur.


Lifandi skor úr Íslandsmótinu er að finna hér

Til baka í yfirlit