Evrópumót golfklúbba hefst í Slóvakíu á morgun

Evrópumót golfklúbba hefst í Slóvakíu á morgun

Á morgun hefst Evrópumót golfklúbba í Slóvakíu, með sigri á Íslandsmóti golfklúbba í sumar tryggð kvennalið Golfklúbbs Reykjavíkur sér keppnisrétt á mótinu. Þær Halla Björk Ragnarsdóttir, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir og Berglind Björnsdóttir eru mættar til Slóvakíu ásamt Inga Rúnari Gíslasyni, liðsstjóra. Mótið fer fram á Welten vellinum í Bac og verða leiknir þrír hringir – Berglind á rástíma á morgun kl. 08:30, Halla kl. 09:00 og Jóhanna kl. 09:30.

Hægt er að sjá allar upplýsingar um mótið hér

Við sendum góða strauma til Slóvakíu og óskum okkar stelpum góðs gengis á móti helgarinnar.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit