Félagsfundur GR haldinn 4. febrúar - farið verður yfir niðurstöður könnunar

Félagsfundur GR haldinn 4. febrúar - farið verður yfir niðurstöður könnunar

Laugardaginn 4. febrúar verður haldinn félagsfundur þar sem farið verður yfir niðurstöður úr könnun stefnumótunarnefndar sem send var á félagsmenn í haust. Fundurinn mun fara fram á Korpúlfsstöðum og verður fundartíminn frá kl. 09:00 – 13:00.

Vinna við stefnumótun hófst síðastliðið haust og hefur hún það að markmiði að skilgreina lykiláherslur í starfi klúbbsins til ársins 2030. Viðhorfskönnunin sem send var á félagsmenn skilaði okkur góðum niðurstöðum en um 1100 manns tóku þátt og var það meiri þátttaka en von var á.

Öllum félagsmönnum klúbbsins stendur til boða að mæta og taka þátt á fundinum, skráning til þátttöku mun vera auglýst innan fárra daga.

Í meðfylgjandi skjali má finna fyrirhugaða dagskrá fundarins og upplýsingar um þá vinnu sem þar mun fara fram. Mælt er með að þeir félagsmenn sem hyggjast taka þátt á fundinum lesi sér til og mæti vel undirbúnir til leiks þann 4. febrúar næstkomandi.

Kær kveðja,
Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit