Fimmti vinavöllurinn er kunnugur félagsmönnum GR

Fimmti vinavöllurinn er kunnugur félagsmönnum GR

Þá er komið að því að kynna fyrir ykkur kæru félagsmenn, vinavöll númer fimm í röðinni fyrir golfsumarið 2017. Þessir klúbbar hafa áður gert með sér vinavallasamning og er það von okkar að ánægja verði með endurnýjun samstarfsins. Völlurinn sem um ræðir er Hólmsvöllur í Leirunni hjá Golfklúbbi Suðurnesja.

Félagsmenn greiða kr. 2.500 í vallargjald í hvert sinn sem þeir leika á Hólmsvelli og skiptir þá ekki máli hvort leiknar séu 9 eða 18 holur. Áður en leikur hefst skal framvísa félagsskírteini og greiða vallargjald í afgreiðslu Golfklúbbs Suðurnesja. Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum, sem gert hafa sérstaka samninga um afslætti af vallargjöldum, eins og t.d fyrirtækjamót.

Aðgangur þessi mun gilda fyrir félagsmenn GR á tímabilinu 1. apríl – 31. september og munu þeir geta bókað sig með þriggja daga fyrirvara.

Útbúinn verður bókunarlinkur á síðu GR á www.golf.is undir rástímar – vellir.

Heimasíðu Goflklúbbs Suðurnesja má finna hér https://gs.is/

Þeir vinavellir sem nú hafa verið kynntir til samstarfs fyrir sumarið 2017 eru Svarfhólsvöllur hjá Golfklúbbi Selfoss, Hamarsvöllur hjá Golfklúbbi Borgarness, Vestmannaeyjavöllur hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja Hústóftarvöllur hjá Golfklúbbi Grindavíkur og nú Hólmsvöllur hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Fleiri vinavellir fyrir félagsmenn GR verða kynntir á næstu vikum.

Með von um góða helgi,

Ómar Örn Friðriksson,
framkvæmdarstjóri

Mynd frá vinstri: Gunnar Þór Jóhannsson framkvæmdastjóri GS og Ómar Örn Friðriksson, framkvæmdarstjóri GR.

Til baka í yfirlit