Formleg lokun valla framundan

Formleg lokun valla framundan

Nú er komin sá tími þar sem umferð á völlum er farin að hægjast verulega og haustið læðist að okkur, það líður senn að lokun. Frá og með mánudeginum 2. október verður formleg lokun tímabilsins sem þýðir að golfverslunum á báðum völlum verður lokað ásamt því að veitingasölum í klúbbhúsum loka. Vellir verða áfram opnir félagsmönnum á meðan veður leyfir og verða tilkynningar sendar út þegar um lokanir er að ræða.

Við þökkum félagsmönnum og öðrum kylfingum fyrir tímabilið sem er að líða.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit