Kæru félagar,
Eins og fram kom á aðalfundi í desember þá átti að ráðast í framkvæmdir á aðstöðu klúbbhússins á Korpu og eru þær framkvæmdir nú við það að hefjast.
Af þessum sökum verður veitingaaðstaðan ekki opin félagsmönnum í dag og næstu daga. Púttaðstaðan á 2. hæð og aðgangur að klósetti verður þó aðgengilegt á meðan á framkvæmdum stendur.
Við biðjumst afsökunar á óþægindum sem þetta kann að valda en hlökkum á sama tíma til að sjá skálann okkar fá andlitsupplyftingu fyrir komandi tímabil.
Kær kveðja,
Ómar Örn Friðriksson,
framkvæmdarstjór