Fyrsti vinavöllur sumarsins kynntur fyrir félagsmönnum GR - Golfklúbbur Brautarholts

Fyrsti vinavöllur sumarsins kynntur fyrir félagsmönnum GR - Golfklúbbur Brautarholts

Nú þegar sól er byrjuð að hækka á lofti er það okkur mikil ánægja af því að kynna fyrir félagsmönnum okkar fyrsta vinavöll sumarið 2018 – Golfklúbbur Brautarholts.

Golfklúbbur Brautarholt var stofnaður 2011 og var opnað fyrir golfleik á Brautarholtsvelli í lok júlí 2012. Í Brautarholti er að finna glæsilegt klúbbhús fyrir kylfinga sem og glæsilega æfingaflöt þar sem hægt er að æfa bæði chipp og pútt áður en farið er á völlinn.

Eins og flestir kylfingar vita þá er Brautarholtsvöllur einn af glæsilegustu golfvöllum landsins og var meðal annars í 40. sæti á lista yfir 100 bestu golfvelli Norðurlanda árið 2017.

Þetta er í fyrsta sinn sem Golfklúbbur Reykjavíkur og Golfklúbbur Brautarholts fara í samstarf með þessum hætti og er það von okkar að félagsmenn GR verði sáttir með þessa nýjung og komi til með að nýta sér þennan vinavallasamning.

Líkt og undanfarin ár þarf að framvísa félagsskírteini áður en leikur hefst á vinavöllum og greiða vallargjald í afgreiðslu Golfklúbbs Brautarholts.

Félagsmenn GR greiða 2.900 kr. eftir kl.15:00 á vikum dögum og fyrir kl. 14:00 um helgar og skiptir þá ekki máli hvort leiknar séu 9 eða 18 holur.
Félagsmenn GR greiða 2.500 kr. fyrir kl.15:00 á virkum dögum og eftir kl. 14:00 um helgar og skiptir þá ekki máli hvort leiknar séu 9 eða 18 holur.

Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum, sem gert hafa sérstaka samninga um afslætti af vallargjöldum, eins og t.d fyrirtækjamót.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Ómar Örn Friðriksson, framkvæmdarstjóra GR og Gunnar Pál Pálsson framkvæmdastjóra Golfklúbbs Brautarholts við undirritun samnings.

Ómar Örn Friðriksson,
Framkvæmdastjóri GR

Til baka í yfirlit