Góð aðsókn í klúbbinn 2016 – lausum plássum fer fækkandi

Góð aðsókn í klúbbinn 2016 – lausum plássum fer fækkandi

Félagsmönnum í Golfklúbb Reykjavíkur fjölgar hratt í upphafi árs og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa að áhugi á þátttöku í klúbbnum virðist vera mikill. Núverandi fjöldi félagsmanna er 2671 en heimild aðalfundar er til þess að hafa 2750 fullgreiðandi meðlimi í klúbbnum, meðlimir sem eru yngri en 18 ára teljast ekki með. Eins og áður hefur komið fram þá er inntökugjald ekki innheimt fram til 1. apríl og hvetjum við alla þá sem hafa áhuga á að gerast félagsmenn til að sækja um því að lausum plássum fer fækkandi.

Gjaldskrá fyrir sumarið 2016 er þessi:

Félagsmenn 0-18 ára, kr. 14.250
Félagsmenn 19-26 ára, kr. 47.500
Félagsmenn 27-70 ára, kr. 95.000
Félagsmenn 71-74 ára, kr. 71.250
Félagsmenn 75 og eldri, kr. 47.500
Félagsmenn 75 og eldri*, kr. 47.500
* enda hafi verið félagi í GR í a.m.k. 10 ár samfellt

Hægt er að sækja um aðild að klúbbnum með því að smella hér

Kær kveðja,
Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit