Golf í Skotlandi, einstök upplifun – tilboð til félagsmanna GR

Golf í Skotlandi, einstök upplifun – tilboð til félagsmanna GR

DP&L Golf Tours býður félagsmönnum GR upp á einstaka golfupplifun í Skotlandi. Um þrenns konar útfærslur á ferðum til Skotlands er að ræða, 3 – 5 eða 7 daga þar sem leiknir eru jafnmargir hringir á mismunandi völlum, meðal annars á Carnoustie vellinum þar sem British Open mun fara fram í júlí. Einstakt tækifæri til að upplifa leik á vellinum í sínu besta ástandi. Aðrir vellir sem boðið er upp á í ferðunum eru meðal annars Montrose Medal, Panmure Golf Club, Arbroath Golf Club og Gleneagles Kings Course.

Vefsíða DP&L Golf Tours

Frekari upplýsingar um þær ferðir sem í boði eru fyrir félagsmenn er að finna í meðfylgjandi skjali og fara allar bókanir fram hjá Alastair alli@dpandl.co.uk eða Erling elli@dpandl.co.uk hjá DP&L Golf Tours.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Golf í Skotlandi.pdf

Til baka í yfirlit