Golfbílar ekki leyfðir fyrst um sinn

Golfbílar ekki leyfðir fyrst um sinn

Nú hafa báðir vellir félagsins opnað og hafa félagsmenn og aðrir kylfinga mikla ástæðu til að gleðjast yfir þessum árstíma. Fyrst um sinn mun golfbílaumferð ekki vera leyfð á völlum félagsins en það þarf að byrja á því að sjá hvernig vellirnir koma út undan álagi eftir þennan ágæta vetur.

Við viljum vekja athygli félagsmanna á að þjónusta í verslunum verður eitthvað takmörkuð fyrst um sinn þar sem búðarstarfsfólk okkar er að ljúka skóla og prófum. Á meðan svo er þá er ykkur velkomið að leita til skrifstofu ef eitthvað vantar.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit