Golfnámskeið í janúar

Golfnámskeið í janúar

Nýtt ár, ný markmið og ný golfnámskeið í janúar hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn er tilvalið að skella sér á golfnámskeið í janúar og læra spila gott golf! Eftirfarandi námskeið verða í boði hjá Arnari Snæ, PGA kennara, í janúar.

Byrjendanámskeið – Besta leiðin til að byrja í golfi
Golfnámskeið fyrir lengri komna – Almennt námskeið

Hámarksfjöldi í hverjum hóp eru sex kylfingar. Kennari er Arnar Snær Hákonarsson PGA golfkennari og fara skráningar fram í gegnum netfangið arnarsn@grgolf.is 

Nánari upplýsingar um námskeiðin má sjá hér fyrir neðan.

Byrjendanámskeið
Frábært námskeið fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í leiknum og vilja gera þetta rétt og ná tökum á leiknum sem fyrst. Námskeiðið er kennt á virkum dögum frá klukkan 17:00-18:00. Kennt verður á eftirtöldum dagsetningum og hefst námskeiðið þriðjudaginn 16.jan í Básum, Grafarholti

16. jan: – Grunnatriði/Sveifla
18.jan: – Kraftur
23.jan: – Lengri högg
25.jan: – Golfsveiflan
27.jan: – Grunnatriði/Pútt/Vipp (11:00-12:00)

Verð 15.000 kr. (Boltar ekki innifaldir)

Golfnámskeið fyrir lengri komna
Skemmtilegt námskeið fyrir kylfinga sem eru komnir aðeins áfram í sportinu og vilja smá yfirhalningu þar sem áhersla verður lögð á að bæta slátt teighögg og pútt. Námskeiðið er kennt á virkum dögum frá klukkan 18:00-19:00. Kennt verður á eftirtöldum dagsetningum og hefst námskeiðið þriðjudaginn 16.jan í Básum, Grafarholti

16. jan: – Uppstilling/Grip
18.jan: – Kraftur
23.jan: – Lengri högg/Teighögg
25.jan: – Golfsveiflan
27.jan: – Grunnatriði/Pútt/Vipp (12:00-13:00)

Verð 15.000 kr. (Boltar ekki innifaldir)

Til baka í yfirlit