Golfnámskeið í janúar/febrúar

Golfnámskeið í janúar/febrúar

Golfklúbbur Reykjavíkur kynnir ný byrjendanámskeið. Námskeiðin eru opið öllum og er þeim skipt upp í 3.stig. Fyrsta stig er hugsað fyrir fólk sem eru algjörir byrjendur og lögð verður áhersla á grunnatriði í golfi og hvernig við tökum okkar fyrstu skref. Annað stig er hugsað fyrir fólk sem hefur farið í golf og jafnvel farið á golfnámskeið áður en áhersla verður lögð á flóknari hreyfingar í sveiflu og stuttaspili. Þriðja stigið er hugsað fyrir fólk sem hefur náð góðum tökum á grunnatriðum og með ágætan skilning á leiknum, lögð verður áhersla á leikskilning, teighögg og boltaflug.

Byrjendanámskeið í golfi: Byrjendastig 1
Námskeiðið er sex skipti (6x60 mín) frá klukkan (18:00-19:00) og annan hvern laugardag kl (09:00-10:00) þar sem kennd eru undirstöðuatriði í golfsveiflunni og stuttaspili. Kennt verður á eftirtöldum dagsetningum og hefst námskeiðið mánudaginn 30.janúar í Básum í Grafarholti

30.jan: Grunnatriði golfsveiflunnar (Básar)
4.feb: Grunnatriði í Púttum og vippum (Korpa)
6.feb: Golfsveiflan fínpússuð (Básar)
13.feb: Kylfuval og styttri högg, reglur og forgjöf (Básar)
18.feb: Pútt og vippkennsla og æfingar (Korpa)
20.feb: Teighögg og sveiflan fínpússuð (Básar)

Verð 15.000 kr. (Boltar ekki innifaldir)
Kennari er Arnar Snær Hákonarson PGA golfkennari
Hámarksfjöldi er 6 manns
Skráning fer fram á arnarsn@grgolf.is
Greiðsla fer fram í fyrsta tíma – hægt er að greiða með greiðslukorti.


Byrjendanámskeið í golfi: Byrjendastig 2
Námskeiðið er sex skipti (6x60 mín) frá klukkan (19:00-20:00) og annan hvern laugardag kl (10:00-11:00) þar sem farið er í stuttaspil, golfsveifluna, reglur og vanaferli. Kennt verður á eftirtöldum dagsetningum og hefst námskeiðið mánudaginn 30.janúar í Básum í Grafarholti

30.jan: Básar – Sveifla
4.feb: Korpa – Stutta spil
6.feb: Básar - Sveifla
13.feb: Básar – Sveifla
18.feb: Korpa – Stuttaspil
20.feb: Básar - Sveifla

Verð 15.000 kr. (Boltar ekki innifaldir)
Kennari er Arnar Snær Hákonarson PGA golfkennari
Hámarksfjöldi er 6 manns
Skráning fer fram á arnarsn@grgolf.is
Greiðsla fer fram í fyrsta tíma – hægt er að greiða með greiðslukorti.


Golfnámskeið fyrir lengri komna:
Námskeiðið er sex skipti (6x60 mín) frá klukkan (19:00-20:00) á fimmtudögum og (11:00-12:00) á laugardögum þar sem farið er í undirstöðuatriði í golfsveiflunni, sveiflugreiningu, stuttaspili og æfingar. Kennt verður á eftirtöldum dagsetningum og hefst námskeiðið fimmtudaginn 2.febrúar í Básum í Grafarholti

2.feb: Grunnatriði golfsveiflunnar
4.feb: Pútt og vippkennsla (Korpa)
9.feb: Golfsveiflan fínpússuð
16.feb: Teighögg og sveiflan fínpússuð
18.feb: Pútt og vippkennsla og æfingar (Korpa)
23.feb: Markvissar æfingar og vanaferli

Verð 15.000 kr. (Boltar ekki innifaldir)
Kennari er Arnar Snær Hákonarson PGA golfkennari
Hámarksfjöldi er 6 manns
Skráning fer fram á arnarsn@grgolf.is
Greiðsla fer fram í fyrsta tíma – hægt er að greiða með greiðslukorti.

Til baka í yfirlit