GR-ingar hófu leik í dag - fyrsta mót ársins í Nordic League

GR-ingar hófu leik í dag - fyrsta mót ársins í Nordic League

Í dag hófu þeir Haraldur Franklin, Guðmundur Ágúst og Andri Þór leik á PGA Catalunya vellinum rétt fyrir utan Barcelona en þar fer fram fyrsta mót ársins í Nordic League mótaröðinni. Mótið er hluti af ECCO mótaröðinni sem er samstarfsverkefni sérsambanda á Norðurlöndunum og er mótaröðin í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu.

Við óskum strákunum góðs gengis á mótinu!

Hægt er að fylgjast beint með stöðu í mótinu hér

Til baka í yfirlit