Íslandsmót golfklúbba fór fram um helgina, mótið hófst á föstudag og var lokahringur leikinn í gær. Kvennasveit GR fagnaði sigri í 1. deild kvenna og í 1. deild karla voru það GKG sem báru sigurinn heim, karlasveit GR endaði í öðru sæti í mótinu.
Við erum gríðarlega stolt af árangri okkar fólks um helgina og óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn!
Önnur úrslit úr móti helgarinnar er að finna á golf.is
Golfklúbbur Reykjavíkur