Grafarholtið tók vel á móti félagsmönnum í morgun þegar Opnunarmót Grafarholts var haldið og völlurinn þannig opnaður með formlegum hætti fyrir golftímabilið 2017. Menn segja að völlurinn hafi verið eins og hann á það til að vera á góðum sumardegi. Það er virkilega ánægjulegt að sjá þá vinnu sem átt hefur sér stað á þessum milda nýliðna vetri vera að skila sér jafn vel og raun ber vitni, svona í upphafi golftímabilsins.
Keppendur mættu kátir til leiks og urðu úrslit í mótinu eftirfarandi:
Forgjafaflokkur 0 – 14,0:
Kristján M. Hjaltested, 40 punktar
Sandra J. Bernburg, 39 punktar
Daníel Atlason, 38 punktar
Forgjafaflokkur 14,1 – 54:
Jón Ingi Björnsson, 39 punktar
Júlíus Ingi Jónsson, 37 punktar
Ragnar Örn Hjálmarsson, 36 punktar
Besta skor: Arnór Ingi Finnbjörnsson, 68 högg
Nándarverðlaun:
2. braut – Börkur Geir, 2,01m
6. braut – Valur Leonard Valdimarsson, 2,09m
11. braut – Guðmundur Ólafur Guðmundsson, 1,03m
17. braut – Guðjón Birgisson, 2,205m
Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna í Grafarholti í dag og óskum vinningshöfum til hamingju. Hægt verður að nálgast vinninga úr mótinu á skrifstofu klúbbsins eftir kl. 13:00 á mánudag.
Golfklúbbur Reykjavíkur