Greiðslufyrirkomulag og félagsaðild 2018

Greiðslufyrirkomulag og félagsaðild 2018
Nú styttist í að innheimta vegna aðildar 2018 hefjist, tillögur að félagsgjöldum verða lagðar fram á aðalfundi 5. desember næstkomandi og verða gjöld næsta árs kynnt strax að honum loknum.

Hafi félagar hug á að gera einhverjar breytingar á greiðslufyrirkomulagi eða aðild sinni að félaginu eru þeir vinsamslegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu klúbbsins í síma 585-0200 eða með tölvupósti á netfangið gr@grgolf.is - fyrir 30. nóvember næstkomandi.

Fyrsta greiðsla félagsgjalda kemur til greiðslu í janúar 2018, þeir sem nýta sér greiðsludreifingu á kreditkort – VISA, Mastercard eða AMEX, fá fyrstu skuldfærslu á kortið í desember – til greiðslu í janúar. Þeir félagsmenn sem fá sendar kröfur í banka hafa frá tveimur og upp í fimm gjalddaga á tímabilinu janúar fram í maí. Hægt er að nýta sér greiðsludreifingu á kreditkort í allt að tíu skipti (jan-okt) og greiðslur í heimabanka í allt að fimm skipti (jan-maí).

Athugið að klúbburinn sendir eingöngu kröfur í bankann en ekki greiðsluseðla á pappír.

Golfklúbbur Reykjavíkur
Til baka í yfirlit