Guðmundur og Rut sigurvegarar í Hjóna og parakeppninni 2017

Guðmundur og Rut sigurvegarar í Hjóna og parakeppninni 2017

Hjóna og parakeppni GR fór fram í gær laugardaginn 17.júní á Korpunni. Þátttakan var ótrúlega góð enda skemmtilegt fyrirkomulag í mótinu. Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin og nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarsins. Í verðlaun voru Ecco golfskór, Ecco golfpokar, GR merktur fatnaður og ostakörfur.

Úrslitin voru eftirfarandi:
1.sæti – Guðmundur Bjarni Harðarson og Rut Hreinsdóttir 64 nettó
2.sæti – Halldór Grétar Gestsson og Hjördís Jóna Kjartansdóttir 65 nettó
3.sæti – Jón Karl Ólafsson og Vallfríður Möller 66 nettó

Nándarverðlaun
13.braut – Ellert Magnason 2,19 m
17.braut - Ingunn Erla Ingvadóttir 33 cm
22.braut – Sigurveig Alfreðsdóttir 5,7 m
25.braut – Kristín Magnúsdóttir 4,72 m

Meðfylgjandi eru önnur úrslit úr mótinu.

Golfklúbbur Reykjavíkur óskar vinningshöfum innilega til hamingju með flottan árangur og þakkar styrktaraðilium fyrir stuðningin.

Til baka í yfirlit