Haraldur Franklín Magnús úr GR og Axel Bóasson úr Keili fengu viðurkenningar fyrir árangur sinn á Nordic Tour mótaröðinni í gær. Haraldur var valinn nýliði ársins en Axel leikmaður ársins á atvinnumótaröðinni.
Þegar tvö mót eru eftir á tímabilinu er Axel í efsta sæti stigalistans og öruggur með sæti á Áskorendamótaröðinni á næsta ári sem er næst sterkasta mótaröð Evrópu. Fimm efstu kylfingarnir í lok tímabils fá keppnisrétt á mótaröðinni. Haraldur er í 6. sæti og er því í frábærri stöðu til að tryggja sér kortið á Áskorendamótaröðinni.
Næsta mót á mótaröðinni, Race to Himmerland, hefst í dag og verður leikið fram á laugardag, 7. október.
Allar upplýsingar um Himmerland mótið er að finna hér