Haustmeistari GR kvenna 2017 - úrslit

Haustmeistari GR kvenna 2017 - úrslit

Það viðraði bara nokkuð vel á GR konur á Cintamani haustmótinu sem fram fór í Grafarholtinu í mildu haustveðri og voru 128 konur skráðar til leiks sem er metþátttaka hjá GR konum í móti sem þessu.

Haustmótið er lokapunkturinn í sumarstarfi GR kvenna ár hvert en mótið var að þessu sinni í boði Cintamani sem selur vandaðan útivistarfatnað sem nýtist jafn vel í golfíþróttina sem aðra útivist. Fyrirtækið útvegaði vinninga í öll verðlaunasæti mótsins.

Að móti loknu komu konur saman í veitingasal golfskálans og gæddu sér á ljúffengri súpu og áttu góða stund saman.

Mótið er punktakeppni með hámarksforgjöf 36 þar sem veitt eru verðlaun fyrir 1. - 5 sæti en einnig eru veitt verðlaun fyrir besta skor í höggleik. Mælingar voru á öllum par 3 brautum vallarins og verðlaun veitt fyrir lengsta teighögg á 3.braut.

Úrslit mótsins urðu sem hér segir:

Berglind Þórhallsdóttir, 41 punktur (6 p á síðustu 2)
Hulda Sigurborg, 41 punktar (5 p á síðustu 2)
Álfheiður Einarsdóttir, 41 punktur
Björk Unnarsdóttir, 40 punktar
Sólrún Ólína Sigurðardóttir, 39 punktar

Haustmeistari GR kvenna 2017 er Berglind Þórhallsdóttir, 41 punktur

Besta skor á Haustmóti GR kvenna 2017 á Helga Friðriksdóttir, 79 högg.

Lengsta teighögg á 3.braut Guðrún Másdóttir

Næstar holu(mæling á flöt) :
2.braut Herdís Sveinsdóttir, 3,47
6.braut Hanna Sveinrún, 2,08
11.braut Guðný Eysteinsdóttir, 2,24
17.braut Berglind Þórhallsdóttir, 4,86

Önnur úrslit má finna á golf.is

GR konur óska verðlaunahöfum innilega til hamingju með flottan árangur.

Við þökkum öllum þeim styrktaraðilum kærlega fyrir sem lögðu okkur lið og gáfu vinninga í öll mótin sem haldin voru í vor og sumar. Það er ómetanlegur stuðningur og án stuðnings fyrirtækjanna væri erfitt að halda starfi sem okkar gangandi.

Kvennanefndin samanstendur af kjarnakonum sem allar eru tilbúnar að leggja sitt af mörkum til að skapa skemmtilega stemmningu í kringum GR konur. Þetta er sjálfboðaliðastarf í orðsins fyllstu merkingu en starfið er að sama skapi mjög gefandi og skemmtilegt, sérstaklega þegar viðtökur eru jafngóðar og þær hafa verið í ár. Hrós og klapp á öxl er okkur dýrmætt en ekki síður viljum við heyra af því ef eitthvað er sem ykkur finnst ekki vera að virka eða megi betur fara.
Um leið og við þökkum fyrir okkur óskum við jafnframt eftir áhugasömum konum/hópum til starfa í nefndinni en undirbúningur fyrir nýtt starfsár hefst fljótlega upp úr næstu áramótum. Þær sem hafa áhuga endilega setji sig í samband persónulega við Elínu Sveinsdóttur formann kvennanefndar í síma 6941919 eða á netfangið ellasveins@gmail.com eða bara á FB.

Við sjáumst hins vegar aftur í aðdraganda jóla á aðventupúttinu sem ætlunin er að endurtaka í byrjun desember. Hlökkum til en þangað til hafið það sem allra best og njótið golfs á meðan veður leyfir.

Kær kveðja og takk fyrir samfylgdina í sumar

Kvennanefndin
Elín Ásgríms, Elín Sveins, Elísabet, Eygló, Guðný, Íris, Ragnheiður Helga, Sandra og Unnur.

Til baka í yfirlit