Haustmót GR kvenna haldið sunnudaginn 10. september

Haustmót GR kvenna haldið sunnudaginn 10. september

Það er komið að síðasta viðburði GR kvenna þetta sumarið, sjálfu Haustmótinu. Mótið, sem er styrkt af Cintamani, verður haldið sunnudaginn 10.september á Grafarholtsvelli.

Ræst verður út af öllum teigum samtímis kl. 10:00, Mæting kl. 09:00 skokort og teiggjafir afhent ásamt því að boðið verður upp á kaffi og rúnstykki fyrir leik.

Leikfyrirkomulag er punktakeppni þar sem veitt verða verðlaun fyrir fimm efstu sætin og einnig ásamt verðlaunum fyrir besta skor. Hæsta leikforgjöf er gefin 36.

Mælingar eru á öllum par 3 brautum vallarins og á lengsta teighöggi á 3.braut.

Skráning fer fram á golf.is og hefst mánudaginn 4.september kl.10:00.

Að móti loknu fáum við okkur síðbúinn hádegisverð í golfskálanum í Grafarholti, gerum upp mótið eins og okkur er einum lagið og krýnum Haustmeistara GR kvenna 2017.

Dagskrá:

- Léttur hádegisverður
- Verðlaunaafhending

Í verðlaun verður veglegur útivistarfatnaður frá Cintamani:

1.sæti - Tinna anorakkur
2.sæti - Fifa primaloft úlpa
3.sæti - Hrafn bomber jakki
4.sæti - Gná primaloft vesti
5.sæti - Hallgerður ullarbolur

Besta skor: Mugga primaloft jakki

Aukaverðlaun:
Nándarverðlaun á par 3 brautum vallar
Lengsta teighögg á 3.braut.
Dregið úr skorkortum

Mótsgjald er kr 5000 (innifalið mótsgjald, morgun- og hádegisverður, teiggjöf og borðgjöf)

Vinsamlega leggið inn á reikning Ragnheiðar gjaldkera og sendið staðfestingu á netfangið rhgustafs@gmail.com

Banki: 0130-05-062095
Kennitala: 070456-5919

Vonumst til að sjá ykkur GR konur fylla völlinn okkar á þessu síðasta móti ársins

Kær kveðja
Kvennanefndin

Til baka í yfirlit