Holukeppni GR 2017 - Mercedes-Benz bikarinn

Holukeppni GR 2017 - Mercedes-Benz bikarinn

Nú styttist í holukeppnina okkar sem byrjar með vikulangri forkeppni. Forkeppnin hefst næsta laugardag, 13. maí og stendur til og með föstudagsins 19. maí. Forkeppnin verður leikin á Korpúlfsstaðavelli.

Það er til mikils að vinna með því að sigra í Mersedes-Benz bikarnum. Sigurvegarinn, sem fær nafnbótina Holukeppnismeistari GR 2017, fær frítt árgjald í GR fyrir árið 2018 og afnot af Mersedes Benz bifreið í viku.

Veglegt lokahóf verður síðan haldið eftir úrslitaleik keppninnar sem öllum þátttakendum mótsins er boðið að taka þátt í. Dregin verða út vegleg verðlaun, þannig að það verða fleiri en sigurvegari keppninnar verðlaunaðir.

Hvernig tekur fólk þátt í forkeppninni?
Forkeppnin fer þannig fram að keppandi bókar sig í rástíma á Korpuna, til dæmis laugardaginn 13. maí. Áður en leikur hefst þarf keppandi að skrá sig í mótið í afgreiðslunni á Korpu, borga 1.500 króna þátttökugjald og gefa upp farsímanúmer og netfang. Keppandi leikur síðan 18 holu hring á Korpúlfstaðavelli og skilar inn skorkorti í afgreiðslu eða í þar til gerðan kassa að leik loknum. Einhver meðspilari þarf að staðfesta skorkortið með undirskrift sinni.
Ef illa gengur má keppendi kaupa sér annan hring hvaða dag vikunnar sem forkeppnin fer fram. Það má þess vegna keppa daglega í forkeppninni þá daga sem hún stendur og það er punktahæsti hringurinn sem gildir.

Að lokinni forkeppni tekur svo holukeppnin við með útsláttarfyrirkomulagi.

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Öskju.

Til baka í yfirlit