Holukeppni GR 2017 - Mercedes Benz bikarinn: 16 manna úrslitin

Holukeppni GR 2017 - Mercedes Benz bikarinn: 16 manna úrslitin

Nú er þriðju umferð holukeppninnar lokið og 16 keppendur standa eftir af 128 sem hófu útsláttarkeppnina, sem þýðir að 112 keppendur hafa lokið keppni.

Keppendur þurfa að ljúka leik í þessari umferð í síðasta lagi þriðjudaginn 8. ágúst.
Hægt er að fylgjast með framgangi keppninnar í báðum klúbbhúsum félagsins en þar hafa verið hengdar upp stórar stöðutöflur. Þar sést hverjir hafa keppt sín á milli til þessa og hverjir geta mæst í framhaldinu. Skrifað er inn á töflurnar jafnóðum og úrslit berast úr leikjum.

Við minnum keppendur á að skila úrslitum eins og áður á netfangið holukeppni@grgolf.is.

Keppnin heldur nú áfram og í næstu umferð mætast eftirtaldir:

Ellert Þór Magnason - Hjörtur Ingþórsson
Markús Sveinn Markússon - Christian Emil Þorkelsson
Úlfar Þór Davíðsson - Ögmundur Máni Ögmundsson
Andri Jón Sigurbjörnsson - Magnús Kári Jónsson
Sigurbjörn Hlíðar Jakobsson - Böðvar Bragi Pálsson
Sigurður Haukur Sigurz - Brynjar Johannesson
Helgi Örn Viggósson - Guðni Hafsteinsson
Hans Adolf Hjartarson - Brynjólfur Þórsson


Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Öskju

Til baka í yfirlit