Holukeppni GR 2017: Mercedes Benz bikarinn – 32ja manna úrslit

Holukeppni GR 2017: Mercedes Benz bikarinn – 32ja manna úrslit

Nú er annarri umferð holukeppninnar lokið og 32 keppendur standa eftir af 128 sem hófu útsláttarkeppnina.

Keppendur þurfa að ljúka leik í þessari umferð í síðasta lagi þriðjudaginn 25. júlí.

Frést hefur af mörgum mjög skemmtilegum viðureignum, margir leikir hafa farið í bráðabana og í einni meistaraviðureigninni náðu báðir keppendur 7 fuglum, sem þýðir 14 fuglar í viðureigninni. Það er synd að keppandi með 7 fugla tapi viðureign. Frábær tilþrif þarna á ferð. Í þessu tilviki áttust við núverandi klúbbmeistari GR í kvennaflokki Ragnhildur Sigurðardóttir og meistaraflokks kylfingurinn Árni Páll Hansson.

Keppnin heldur nú áfram og í næstu umferð mætast eftirtaldir:

Ellert Þór Magnason - Þorvaldur Freyr Friðriksson
Jóhann Gunnar Kristinsson - Hjörtur Ingþórsson
Markús Sveinn Markússon - Steinn Auðunn Jónsson
Christian Emil Þorkelsson - Rafnar Hermannsson
Úlfar Þór Davíðsson - Sigvaldi Tómas Sigurðsson
Jón Kristbjörn Jónsson - Ögmundur Máni Ögmundsson
Andri Jón Sigurbjörnsson - Ragnar Ólafsson
Jón Andri Finnsson - Magnús Kári Jónsson
Sigurbjörn Hlíðar Jakobsson - Lórenz Þorgeirsson
Böðvar Bragi Pálsson - Ragnhildur Sigurðardóttir
Guðmundur Bjarni Harðarson - Sigurður Haukur Sigurz
Tómas Eiríksson Hjaltested - Brynjar Jóhannesson
Helgi Örn Viggósson - Kristján Ólafsson
Þorbjörn Guðjónsson - Guðni Hafsteinsson
Gunnar Þór Gunnarsson - Hans Adolf Hjartarson
Brynjólfur Þórsson - Hreinn Sesar Hreinsson

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Öskju

Til baka í yfirlit