Holukeppni GR 2017 - Mercedes Benz bikarinn: 8 keppendur eftir

Holukeppni GR 2017 - Mercedes Benz bikarinn: 8 keppendur eftir

Fjórðu umferð holukeppninnar er lokið og nú er komið að 8 manna úrslitum. Búið er að leika 120 holukeppnisleiki og aðeins eru 7 leikir eftir.

Keppendur þurfa að ljúka leik í þessari umferð í síðasta lagi fimmtudaginn 17. ágúst.

Hægt er að fylgjast með framgangi keppninnar í báðum klúbbhúsum félagsins en þar hafa verið hengdar upp stórar stöðutöflur. Þar sést hverjir hafa keppt sín á milli til þessa og hverjir geta mæst í framhaldinu. Skrifað er inn á töflurnar jafnóðum og úrslit berast úr leikjum.

Við minnum keppendur á að skila úrslitum eins og áður á netfangið holukeppni@grgolf.is.

Í 8 manna úrslitum mætast þessir snillingar:

Hjörtur Ingþórsson - Markús Sveinn Markússon
Ögmundur Máni Ögmundsson - Magnús Kári Jónsson
Böðvar Bragi Pálsson - Sigurður Haukur Sigurz
Guðni Hafsteinsson - Brynjólfur Þórsson

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Öskju.

Til baka í yfirlit