Hörð barátta í ECCO púttmótaröð - staðan eftir 3. umferð

Hörð barátta í ECCO púttmótaröð - staðan eftir 3. umferð

Það er ljóst, hvort sem er í liðakeppninni eða einstaklingskeppninni, að baráttan verður öskrandi hörð allt til enda. Það sýna fyrsu þrjár umferðirnar glögglega.

Þorfinnur Hannesson var sigurvegari 3. umferðar á 54 höggum og er hann því verðlaunahafi vikunnar.

Úrslitin, sem fylgja alltaf þessum pistlum mínum, eru í Excel-skjali og til að opna það verður að smella á „Enable Macros“ og þá á skjalið að opnast.

Dularfulla púttershvarfið er ekki lengur til staðar. Pútterinn fannst uppi í sal og er kominn í hendur eigandans og allir kátir.

Skorkortin
En þá er það alvaran. Það þarf að vanda sig er fylla á út skorkortin. Flest skorkortin eru til fyrirmyndar en svo koma nokkur sem ekki eru alveg að gera sig.
Regla nr. 1 að merkja nr. liðs á skorkortið og nöfn leikmanna eða skammstöfun skýrum stöfum. En þetta lögum við allt í næstu umferð.

Gamla tuggan
Svo gerum við það núna að fastri reglu að þegar skorkort er sótt að láta umsjónar-mann vita hver telur ekki það kvöldið og hringinn góða utan um nafnið.

Mótsgjaldið
Munið að taka 5 þúsund kallinn með þeir sem eiga eftir að greiða.


Annars bara kátur!

Hér að neðan er staða liða og einstaklinga eftir 3. umferð.

Bestu kveðjur,
Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is

Til baka í yfirlit