Íslandsbankamótaröð 2017: úrslit úr lokamóti

Íslandsbankamótaröð 2017: úrslit úr lokamóti

Um helgina fór lokamót Íslandsbankamótaraðarinnar fram á GKG. Á laugardag þurfti að fella eina umferð niður vegna veðurs en móti lauk svo í gær, sunnudag. Tveir elstu aldurshóparnir léku því tvær umferðir, á föstudegi og sunnudegi, en aðrir keppnishópar léku eina umferð á sunnudegi við ágætar veðuraðstæður.

Ungmenni GR stóðu sig vel að venju og í flokki 17-18 ára pilta sigraði Ingvar Andri Magnússon á 144 höggum eða +2, á eftir honum í öðru sæti varð Viktor Ingi Einarsson úr GR á 148 höggum. GR-ingar unnu einnig til verðlauna í flokki 14 ára og yngri – piltna og stúlkna og í flokki piltna og stúlkna 15-16 ára og óskum við sigurvegurum öllum til hamingju með árangur helgarinnar.

Úrslit helgarinnar urðu eftirfarandi:

Piltar 14 og yngri:
1. Flosi Valgeir Jakobsson, GKG 72 högg (+1)
2. Björn Viktor Viktorsson, GL 73 högg (+2)
3. Böðvar Bragi Pálsson, GR 74 högg (+3)
4. Jóhannes Sturluson, GKG 75 högg (+4)
5. Sveinn Andri Sigurpálsson, GKG 77 högg (+6)

Stúlkur 14 og yngri:
1. Eva María Gestsdóttir, GKG 73 högg (+2)
2. Kinga Korpak, GS 80 högg (+9)
3. Perla Sól Sigurbrandsdóttir , GR 84 högg (+13)
4. Bjarney Ósk Harðardóttir, GKG 85 högg (+14)
5. Auður Sigmundsdóttir, GR 87 högg (+16)

Piltar 15-16 ára:
1. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 67 högg (-4)
2. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR 68 högg (-3)
3. Hákon Ingi Rafnsson, GSS 71 högg (par)
4. Andri Már Guðmundsson, GM 72 högg (+1)
5. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR 73 högg (+2)

Stúlkur 15-16 ára:
1. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 76 högg (+5)
2. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 80 högg (+9)
3. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR 81 högg (+10)
4. María Björk Pálsdóttir, GKG 83 högg (+12)
5. Lovísa Ólafsdóttir, GR 86 högg (+15)

Piltar 17-18 ára:
1. Ingvar Andri Magnússon, GR (73-71) 144 högg (+2)
2. Viktor Ingi Einarsson, GR (77-71) 148 högg (+6)
3. Daníel Ísak Steinarsson, GK (74-75) 149 högg (+7)
4. Kristján Benedikt Sveinsson, GA (80-70) 150 högg (+8)
5. Sverrir Haraldsson, GM (77-76) 153 högg (+11)

Stúlkur 17-18 ára:
1. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD (89-75) 164 högg (+22)
2. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (89-78) 167 högg (+25)
3. Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG (87-86) 173 högg (+31)
4. Zuzanna Korpak, GS (98-80) 178 högg (+36)
5. Sigrún Linda Baldursdóttir, GM (88-97) 185 högg (+43)

Piltar 19-21 ára:
1. Daníel Ingi Sigurjónsson, GV (81-81) 162 högg (+20)
2. Gunnar Blöndahl Guðmundsson, GKG (88-77) 165 högg (+23)
3. Birgir Rúnar Steinarsson Busk, GOS (88-79) 167 högg (+25)
4. Andri Ágústsson, GVS (84-83) 167 högg (+25)

Stúlkur 19-21 ára:
1. Arna Rún Kristjánsdóttir, GM (87-79) 166 högg (+24)
2. Erla Marý Sigurpálsdóttir, GFB (108-99) 207 högg (+65)

Til baka í yfirlit