Ný jóganámskeið fyrir golfara hefjast 30. október – 6. desember, kennt verður í upphituðum sal í World Class Laugum. Tímarnir verða haldnir á mánudögum og miðvikudögum kl. 20:00-21:00. Skráning er hafin á https://www.worldclass.is/namskeid/rolegt/golf-joga/
Fyrir þær konur sem vilja heldur dagtíma verða róglegir dekurtímar kenndir í Plié heilsa, Víkurhvarfi 1 Kópavogi. Þeir tímar verða haldnir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10:00-11:15. Einnig verða blandaðir tímar þriðjudaga og fimmtudaga kl. 12:00-13:00. Skráning á golfjoga@gmail.com Námskeiðið er 6 vikur og byrjar 31. okt.
Ef þessir tímar henta ekki eru líka kennd námskeið fyrir alla golfara í Hreyfingu sem ég verð með 30. okt. - 6. des. Þeir tímar eru mánudaga og miðvikudaga kl. 07:15-8:15 og þriðjudaga og fimmtudaga kl. 20:00-21:00 . Opnað verður fyrir skráningu i þessa tíma mánaðamót sept./okt. hjá Hreyfingu.
Bestu kveðjur
Birgitta