Jóga fyrir golfara - námskeið fyrir félagsmenn

Jóga fyrir golfara - námskeið fyrir félagsmenn

Ný lokuð námskeið hefjast fyrir meðlimi GR þann 13. febrúar í nýjasta Worldclass salnum við Breiðholtslaug. Kennt þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18:30 og kl. 20:00. Hámarksfjöldi er í þessa tíma og því gott að bóka sig eða sinn hóp sem fyrst svo hægt sé að sjá hvort þurfi að bæta við fleiri tímum.

Þetta eru fjögurra vikna námskeið sem kosta 6.100 kr fyrir meðlimi Worldclass og 13.000 fyrir þá sem ekki eru í Worldclass, en þeir fá þá aðgang af öllum stöðvum Worldclass allan mánuðinn. Frábær aðstaða til að fara í sund og potta á eftir.

Þessir tímar henta öllum sem stunda golf, byrjendum sem og lengra komnum.

Tímarnir eru samsettir af æfingum sérsniðnum fyrir golfara. Með jóganum minnkum við líkur á meiðslum og komumst í betra form fyrir sumarið með auknum styrk, sveigjanleika, jafnvægi og einbeitingu.

ÁVINNINGUR MEÐ JÓGANU
Halda betur út heilan golfhring
Auka vöðvajafnvægi sem skilar sér í betri sveiflu
Auka líkamsvitund og hreyfifærni líkamans
Bæta líkamlega þætti sem auka líkurnar á betri frammistöðu á golfvellinum.
Katherine Roberts, Arizona USA setti saman þetta sérhæfða æfingarkerfi sem hún kallar “ YFG” yoga for golfers. Hún var í samstarfi við fræga PGA kennara, atvinnukylfinga og aðra sem koma að þjálfun golfara, td Hank Haney (fyrrum þjálfara Tiger Woods og Mark O´Meara).

Skráning og fyrirspurnir á golfjoga@gmail.com

http://www.facebook.com/golfjoga.is

Einnig byrja tímar í Heilsu og Spa Ármúla 13. Febrúar. Það verða morguntímar þriðjudaga og fimmtudaga kl 9:30 og seinniparts tímar mánudaga og miðvikudaga kl. 16:15.

Skráning hjá Heilsu og Spa 595 -7007

Kveðja,
Birgitta Guðmundsdóttir

Til baka í yfirlit